Opinbera myndefni af vettvangi

Skjáskot úr myndefninu sem var birt.
Skjáskot úr myndefninu sem var birt. AFP/Santa Fe County Sheriff's office

Lögreglan í borginni Santa Fe í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum hefur birt myndefni af vettvangi sem var tekið daginn sem skot hljóp úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust. Skotið hæfði tökumanninn samstarfskonu hans og varð henni að bana. 

Meðal þess sem hefur verið birt er myndskeið af leikaranum þar sem hann sést æfa sig við að draga fram byssu, sem talið er vera sama vopnið og varð konunni að bana, úr frakkanum sínum, samkvæmt frétt BBC. Var það tekið sama dag og skotið fór af.

Upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna, þegar þeir voru nýkomnir á vettvang eftir skotið, voru einnig birtar, ásamt upptökum úr yfirheyrslum þar sem Baldwin lýsir atburðarásinni. 

Þá má einnig sjá myndefni þar sem leikstjóri kvikmyndarinnar Joel Souza sést liggjandi á spítala en hann slasaðist einnig þegar skotið fór af. Í myndskeiðinu lýsir hann atburðarásinni frá sínu sjónarhorni.

Bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum

Í október á síðasta ári lést Halyna Hutchins 42 ára að aldri eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu leikarans Baldwins við tökur á kvikmyndinni Rust. Byssan átti að vera hluti af leikmyndinni.

Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi staðið í þeirri trú um að byssan hafi verið örugg og því hafi verið um slys að ræða. Hann hafi ekki tekið um gikkinn og hafi ekki hugmynd um hvernig alvöru kúla hafi komist í skotvopnið.

Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu veltur nú á niðurstöðum úr réttarrannsóknum sem ekki er lokið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar