Fagnaði 82 ára afmæli með 28 ára gamalli kærustu

Al Pacino er 82 ára en ungur í anda.
Al Pacino er 82 ára en ungur í anda. AFP

Leikarinn Al Pacino er kominn með nýja kærustu. Sú heppna heitir Noor Alfallah og er kvikmyndaframleiðandi. Hún er töluvert yngri en leikarinn eða aðeins 28 ára. Parið sást fagna afmæli Pacinos í Los Angeles um helgina. 

Alfallah óskaði nýja kærastanum til hamingju með afmælið á Instagram. Þau sáust einnig yfirgefa ítalska veitingastaðinn Jones í Los Angeles á sunnudaginn þar sem þau borðuðu ásamt vinum. 

Stórleikarinn er 54 árum eldri en Alfallah. Hún virðist ekki kippa sér upp við aldursmuninn að því fram kemur á vef Page Six. Hún hefur áður átt í sambandi við eldri menn áður og var meðal annars með rokkaranum Mick Jagger þegar hann var 74 óg hún aðeins 22 ára.

Al Pacino.
Al Pacino. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup