Klaus Schulze látinn

Úr kvikmyndinni Dune.
Úr kvikmyndinni Dune. mbl.is

Þýski raftónlistarmaðurinn Klaus Schulze er látinn 74 ára að aldri. 

Schulze var tónlistarmönnum allt frá David Bowie til Kanye West innblástur á ferli sínum, en hann lést að sögn fjölskyldu hans á þriðjudag. 

Fjölskylda Schulze segir hann hafa verið veikan um hríð en að andlátið hafi borið brátt að. 

Schulze var afkstamikill höfundur, flytjandi og framleiðandi og gaf tugi plata út á ferlinum. 

Hann hóf tónlistaferill sinn sem trommari í hljómsveitinni Tangerine Dream á sjöunda áratug síðustu aldar og stofnaði síðar hljómsveitina Ash Ra Tempel áður en hann einbeitti sér að eigin sköpun. 

Hann samdi einnig tónlist fyrir kvikmyndir, nýlega fyrir óskarsverðlaunamyndina Dune ásamt Hans Zimmer. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup