Céline Dion frestar vegna heilsu sinnar

Celine Dion hefur frestað tónleikaferð sinni um Evrópu.
Celine Dion hefur frestað tónleikaferð sinni um Evrópu. AFP

Tónlistarkonan Céline Dion hefur enn á ný frestað tónleikaferðalagi sínu um Evrópu. Fyrst þurfti hún að fresta ferðalaginu vegna heimsfaraldursins en nú er það vegna heilsu hennar.

Tónleikaröðin átti að hefjast nú í maí, en nú er ekki ráðgert að hún hefjist fyrr en í febrúar 2023. Þá hefur söngdívan kanadíska einnig þurft að fella niður nokkra tónleika. 

Dion tilkynnti um breytingarnar í myndbandi á samfélagsmiðlum en gaf aðdáendum sínum líka innsýn inn í heilsu sína. Hún hefur verið að glíma við vöðvakrampa en er á bata vegi þó það gangi hægt. 

Hún baðst afsökunar á því að þurfa að fresta tónleikaferðalagi sínu en sagðist ekki vilja stíga á svið nema vera í toppstandi. 

View this post on Instagram

A post shared by Céline Dion (@celinedion)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir