Segir skilið við einn vinsælasta spjallþátt í heimi

Tekur James Corden við af Ellen?
Tekur James Corden við af Ellen? AFP

Spjallþáttastjórnandinn James Corden greindi frá því í gær að hann ætlar að hætta sem stjórnandi í spjallþættinum The Late Late Show á næsta ári. Corden sem er breskur hóf ferilinn sem leikari í Bretlandi. 

Corden hefur stjórnað þættinum síðan árið 2015. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið,“ sagði Corden í þættinum í gær. Stjarnan segir að hann hafi ekki séð þáttinn sem endastöð. Segir hann að eftir ár verði góður tími til að halda áfram með lífið og sjá hvað er í boði. 

Corden tók við þættinum af grínistanum og leikaranum Craig Ferguson árið 2015. Síðan þá hefur stjarna hans risið hratt. Hann hefur meðal annars kynnt inn nýja vinsæla dagskrárliði og verið kynnir á verðlaunahátíðum á borð við Tony og Grammy.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur þess að vera nálægt maka þínum í dag. Varastu að senda misvísandi skilaboð. Það gæti reynst þér dýrkeypt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Torill Thorup
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Sarah J. Naughton