Lét loksins sjá sig eftir leyndardómsfull veikindi

Charlene prinsessa árið 2019.
Charlene prinsessa árið 2019. AFP/ VALERY HACHE

Charlene prinsessa af Mónakó lét loksins sjá sig á opinberum vettvangi í Mónakó í síðustu viku. Þetta var í fyrsta skipti í marga mánuði sem prinsessan sást opinberlega. Charlene hefur glímt við veikindi lengi. 

Prinsessan kom fram á kappaksturskeppni í Mónakó á laugardaginn. Hún var í fylgd með eiginmanni sínum, Alberti fursta af Mónakó, og sjö ára gömlum tvíburum þeirra að því fram kemur á vef People

Beðið hafði verið eftir fyrstu opinbera viðburði Charlene með mikilli eftirvæntingu eða „í marga, marga mánuði“ eins og einn staðarmiðill orðaði það. Myndir af prinsessunni á viðburðinum hafa birst í fjölmiðlum víða um heim svo merkilegt þykir að Charlene sé komin á stjá. 

Veik­indi prins­ess­unn­ar hafa vakið mikla at­hygli, bæði fyr­ir þær sak­ir að hún hef­ur dvalið fjarri fjöl­skyld­unni í Suður-Afr­íku svo mánuðum skipt­ir og vegna þess að höll­in hef­ur var­ist allra fregna af veik­ind­un­um. Í reynd eru af­skap­lega fáir sem vita hvers eðlis veik­ind­in eru.

Charlene, Albert og tvíburarnir árið 2019.
Charlene, Albert og tvíburarnir árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup