Charlene prinsessa af Mónakó lét loksins sjá sig á opinberum vettvangi í Mónakó í síðustu viku. Þetta var í fyrsta skipti í marga mánuði sem prinsessan sást opinberlega. Charlene hefur glímt við veikindi lengi.
Prinsessan kom fram á kappaksturskeppni í Mónakó á laugardaginn. Hún var í fylgd með eiginmanni sínum, Alberti fursta af Mónakó, og sjö ára gömlum tvíburum þeirra að því fram kemur á vef People.
Beðið hafði verið eftir fyrstu opinbera viðburði Charlene með mikilli eftirvæntingu eða „í marga, marga mánuði“ eins og einn staðarmiðill orðaði það. Myndir af prinsessunni á viðburðinum hafa birst í fjölmiðlum víða um heim svo merkilegt þykir að Charlene sé komin á stjá.
Veikindi prinsessunnar hafa vakið mikla athygli, bæði fyrir þær sakir að hún hefur dvalið fjarri fjölskyldunni í Suður-Afríku svo mánuðum skiptir og vegna þess að höllin hefur varist allra fregna af veikindunum. Í reynd eru afskaplega fáir sem vita hvers eðlis veikindin eru.