Barnastjarna látin 16 ára að aldri

Kailia Posey er látin aðeins sextán ára að aldri. Þetta …
Kailia Posey er látin aðeins sextán ára að aldri. Þetta er meme-ið sem gerði hana fræga.

Barnastjarnan Kailia Posey er látin 16 ára að aldri. Posey tók þátt í raunveruleikaþáttunum Toddlers and Tiaras þegar hún var barn og var andlit eins vinsælasta „meme“ í heimi. 

Fjölskylda hennar greindi frá andláti hennar á mánudag og í gær greindu þau frá dánarorsök hennar. Posey tók sitt eigið líf. 

„Þrátt fyrir að vera aðeins unglingur hafði hún náð mjög langt og átti bjarta framtíð. Því miður tók hún hvatvísaákvörðun um að enda líf sitt hér á jörðunni,“ sagði fjölskyldan í tilkynningu til TMZ.

Posey vakti athygli í Toddlers and Tiaras þegar bros hennar fór um netið sem eldur í sinu og hefur verið eitt vinsælasta „meme-ið“ á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Toddlers and Tiaras fjalla um fegurðarsamkeppnir barna og börn sem taka þátt í þeim.

Posey hafði hug á að halda áfram í fegurðarsamkeppnum og greindi frá því í janúar á þessu ári að hún ætlaði að taka þátt í Ungfrú Washington fyrir unglinga.

View this post on Instagram

A post shared by kailia (@kailiaposey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup