Fékk Rose í hnappagatið

Carrie Underwood í essinu sínu á sviði.
Carrie Underwood í essinu sínu á sviði. AFP/Valerie MACON

Kántrídrottningin Carrie Underwood kom aðdáendum sínum heldur betur í opna skjöldu undir lok tónleika sinna á Stagecoach-hátíðinni í Kaliforníu á dögunum. Fyrst byrjaði hún að syngja Guns N’ Roses-slagarann sívinsæla Sweet Child O’ Mine með bandi sínu en kynnti svo leynigest á svið: „Endilega njótið besta kvölds lífs míns með mér. Takið vel á móti Axl Rose!“ Að því sögðu gekk sá gamli staffírugur á svið og kláraði lagið eins og honum einum er lagið áður en hann taldi í annað númer, Paradise City. „Og þið sem hélduð að við værum hætt,“ sagði Underwood en hana hefur víst lengi dreymt um að syngja með Rose. 

Axl Rose í banastuði í Laugardalnum um árið.
Axl Rose í banastuði í Laugardalnum um árið. Mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach