Íslenski hópurinn laus við smit í ár

Systurnar eru lausar við smit svo þeim er óhætt að …
Systurnar eru lausar við smit svo þeim er óhætt að stíga á svið. Raunin var önnur hjá Daða og gagnamagninu í fyrra. EBU/Nathan Reinds

Íslenski Eurovision-hópurinn í Tórínó fékk í dag þær góðu fréttir að ekkert smit sé til staðar eftir Covid-próf fyrir utan Höllina, snemma í morgun.

Það er eflaust mörgum í fersku minni þegar Daði og gagnamagnið steig ekki á svið í fyrra vegna smits sem greindist í hópnum. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var í góðum gír á túrkísdreglinum þegar blaðamaður náði í hann á miðri opnunarhátíð.

Komust í gegnum „trámatíska“ sunnudaginn

„Þetta var trámatíski sunnudagurinn í fyrra og nú komumst við í gegnum hann,“ segir hann léttur. Veðurguðirnir hafa verið hliðhollir hópnum allt þar til blaðamaður hringdi en þá fór að rigna.

Mikil eftirvænting er í hópnum enda tveir dagar í stóra kvöldið á þriðjudaginn, þar sem Systurnar keppa í undankeppni en lokakvöldið er á laugardaginn. 

Lesendur geta fylgst með opnunarhátíðinni í beinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup