Óvæntir tónleikar U2 í Kænugarði

Bono og The Edge ásamt Antytila, úkraínskum tónlistarmanni sem berst …
Bono og The Edge ásamt Antytila, úkraínskum tónlistarmanni sem berst núna í stríðinu við Rússa. AFP

Bono og The Edge úr hljómsveitinni U2 héldu óvænta tónleika á neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag.

Bono hrósaði Úkraínumönnum fyrir baráttuna fyrir frelsi og bað jafnframt fyrir friði í landinu.

Um tveir mánuðir eru liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Á meðal laga sem þeir tóku voru Sunday Bloody Sunday, Desire og With or Without You.

„Almenningur í Úkraínu er ekki bara að berjast fyrir eigin frelsi, þið eruð að berjast fyrir öll okkar sem elskum frelsi,“ sagði Bono.

„Við biðjum fyrir því að þið munið brátt njóta frelsis,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Næsta mánuð munu samskipti við aðra kenna þér margt um þig. Gömlu kynnin gleymast ei og gamall vinur mun skjóta upp kollinum á ný. Góður hádegisgöngutúr gerir kraftaverk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Næsta mánuð munu samskipti við aðra kenna þér margt um þig. Gömlu kynnin gleymast ei og gamall vinur mun skjóta upp kollinum á ný. Góður hádegisgöngutúr gerir kraftaverk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Lucinda Riley og Harry Whittaker
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren