Óvæntir tónleikar U2 í Kænugarði

Bono og The Edge ásamt Antytila, úkraínskum tónlistarmanni sem berst …
Bono og The Edge ásamt Antytila, úkraínskum tónlistarmanni sem berst núna í stríðinu við Rússa. AFP

Bono og The Edge úr hljómsveitinni U2 héldu óvænta tónleika á neðanjarðarlestarstöð í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í dag.

Bono hrósaði Úkraínumönnum fyrir baráttuna fyrir frelsi og bað jafnframt fyrir friði í landinu.

Um tveir mánuðir eru liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Á meðal laga sem þeir tóku voru Sunday Bloody Sunday, Desire og With or Without You.

„Almenningur í Úkraínu er ekki bara að berjast fyrir eigin frelsi, þið eruð að berjast fyrir öll okkar sem elskum frelsi,“ sagði Bono.

„Við biðjum fyrir því að þið munið brátt njóta frelsis,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach