Búin að ákveða brúðkaupsdaginn

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. AFP

Tónlistarkonan Birtney Spears og unnusti hennar, leikarinn Sam Asghari, eru búin að ákveða brúðkaupsdag. Það er skammt stórra högga á milli en nýverið greindi Spears frá því að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. 

Asghari og Spears kynntust árið 2016 en trúlofuðu sig í september í fyrra. 

„Líf okkar hefur verið eins og ævintýri,“ skrifaði Asghari á Instagram. Hann greindi jafnframt frá því að þau væru búin að negla niður dagsetnignu en enginn fengi að vita fyrr en daginn eftir brúðkaupið. 

Asghari var að óska verðandi drottningu sinni til hamingju með mæðradaginn þegar hann greindi frá fréttunum. Hin fertuga Spears á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum en hinn 28 ára gamli Asghari á hins vegar ekki barn. 

Í nóvember greindi Spears frá því að Donatella Versace myndi hanna brúðarkjólinn hennar og hefur ítalska hönnunardrottningin sést heimsækja Spears í Kaliforníu. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup