Sonja Sif Þórólfsdóttir skrifar frá Tórínó
Systur luku nýverið við sína fyrstu æfingu í PalaOlimpico í Tórínó á Ítalíu í dag. Fjölmiðlamenn klöppuðu fyrir Systrunum þegar þær luku við lag sitt en ekki eru öll lönd svo heppin að það sé klappað fyrir þeim hér í fjölmiðlahöllinni. Systur virðast því vera búnar að heilla erlenda, sem og íslenska upp úr skónum.
Framundan hjá Systrunum er önnur æfing í kvöld, og er sú æfing öllru mikilvægari því hún er fyrir dómara keppninnar. Í viðtali fyrr í dag sögðust Systurnar vera frekar stressaðri fyrir kvöldinu heldur en æfingunni sem þær voru að ljúka við, en að allar æfingar fram að keppni væru mikilvægar.
Á morgun er síðasta rennsli fyrir stóru stundina og þá mega Systurnar bjóða gestum sínum á æfinguna og því verða fleiri í höllinni.