Aðdáendur hafa áhyggjur af Britney Spears

Britney Spears sýnir líkama sinn fyrir meðgöngu.
Britney Spears sýnir líkama sinn fyrir meðgöngu. Ljósmynd/instagram

Söngkonan Britney Spears birti nektarmyndir á Instagram í gær. Hún birti nokkrar myndir og eiga þær það sameiginlegt að vera teknar áður en hún varð ólétt. Britney stendur nakin og heldur utan um brjóstin á sér, hún setti hjarta yfir kynfærin á sér.

Aðdáendur hennar hafa lýst yfir áhyggjum í athugasemdum við myndirnar. „Hvað er í gangi,“ skrifaði einn. „Er í lagi með þig Britney,“ skrifaði annar áhyggjufullur aðdáandi. „Ég elska þig Britney en hvernig myndi þér líða ef þú sæir svona myndir af mömmu þinni, internetið lifir að eilífu,“ skrifaði enn annar aðdáandi og hugsaði greinilega um syni hennar. 

Spears greindi frá því í apríl að hún og unnusti hennar Sam Asghari ættu von á barni. Spears fékk nýlega sjálfræði sitt tilbaka eftir að hafa beiðið í 13 ár. Aðdáendur sýndu henni mikinn stuðning í gegnum þau réttarhöld og hennar baráttu.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir