Beint: Kemst Ísland alla leið?

Fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar fer fram í kvöld.
Fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar fer fram í kvöld. EBU / CORINNE CUMMING

Fyrra undankvöld Eurovision-söngvakeppninnar fer fram í Pala Olimpico höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Sonja Sif Þórólfsdóttir, blaðamaður mbl.is í Tórínó, fylgist með keppninni.

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á frettir@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Blaðamannafundurinn í beinni

Af hverju transbörn?

Fyrsta spurningin sem Systur fengu var af hverju þær ákváðu að beina athyglinni að transbörnum. Sigga svaraði spurningunni og sagði frá því að hún væri foreldri transbarns. Spurningin og svarið uppskar mikil fagnaðarlæti í salnum.

Systurnar munu verða í seinni hluta keppninnar á laugardag

Nú fer fram blaðamannafundur með löndunum 10 sem komust áfram.

Íslendingar fagna áfanga Systra á Twitter

Niðurstöður í söngvakeppninni Eurovision í kvöld komu einhverjum Íslendingum á óvart en þeim er þó vel fagnað á Twitter. Ljóst er að margir munu halda gott Eurovision-partý á laugardaginn, en þá fer aðalkeppnin fram.
Meira »

Ísland komst áfram

Ísland var þriðja landið til að vera dregið upp úr umslaginu og mun því keppa á lokakvöldinu á laugardag.
Meira »

ÍSLAND!!! ÁFRAM

Armenía líka!

Sviss kemst áfram

Telja, telja, telja

Tórínó er í norðvesturhluta Ítalíu, vonandi gengur betur að telja hér heldur en í norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum á síðasta ári. Krossum enn og aftur fingur.

Jæja, þá er símakosningunni lokið og við bíðum spennt eftir niðurstöðum!

Ætli Mika taki Grace Kelly?

Íslenskir áhorfendur ættu að kannast vel við einn kynnanna, en það er enginn annar en söngvarinn Mika sem gerði allt vitlaust með laginu Grace Kelly árið 2007.

Armenía rekur lestina

Og nú fer að opna fyrir kosninguna. Þetta er ekki góð vika fyrir þau sem glíma við valkvíða, kjósa í Eurovision í dag, og í sveitarstjórnarkosningum og lokakvöldi Eurovision á laugardag.

Norsku geimúlfarnir hrífa salinn með sér

Subwoolfer fanga yfirleitt athyglina hvert sem þeir fara. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hver er á bak við grímuna en sagan segir að maðurinn sé TIX, sem keppti einmitt fyrir Noreg í Eurovision á síðasta ári. Blaðamaður selur það þó ekki dýrara en hann keypti það.

Play Jaja Ding Dong!

Þulur breska ríkisútvarpsins BBC hafði lítið að segja um framlag Íslands í ár nema „Play Jaja Ding Dong!“ og vísar þar til Eurovision kvikmyndar Will Ferrells.

Vá, vá, vá!!!!

Systurnar skiluðu laginu gríðarlega vel af sér og allt virðist hafa gengið vel með hljóðið. Íslensku blaðamennirnir eru allavega með gæsahúð.

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir