Niðurstöður í söngvakeppninni Eurovision í kvöld komu einhverjum Íslendingum á óvart en þeim er þó vel fagnað á Twitter.
Ljóst er að margir munu halda gott Eurovision-partý á laugardaginn, en þá fer aðalkeppnin fram.
Eins og mbl.is hefur greint frá eru Systur komnar áfram í úrslitakeppni Eurovision söngvakeppninnar sem haldin er í Tórínó í ár.
Jæja ég verð að éta hattinn minn. Eða hattinn hennar Elínar Hafði enga trú á að við kæmumst áfram.
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) May 10, 2022
En frábært! Aðalkvöldið alltaf skemmtilegra þegar Ísland er með. #12stig
Gat ekki annað verið að við myndum slysast áfram, barnið var búið að gráta, kúka 2x, æla á mig og sofna yfir lagi svo slök var þessi undankeppni #12stig #pabbatwitter
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) May 10, 2022
Þetta var óvænt og skemmtilegt. Kosningapartýja-júrólabb á laugardagskvöld! 🇮🇸 #12stig
— Olga Björt (@olgabjort72) May 10, 2022
Þvílíkur klassi hjà Systrum. Vá vá og và 🇮🇸❤️ #12stig
— Þorbjörg Gunnlaugs (@obbasigga) May 10, 2022
OMÆGAD #12stig
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 10, 2022
gargaði svo hátt að kötturinn snautaði ✨❤️ #12stig
— Margrét Asta ☮♥ (@littlemsviking) May 10, 2022
Yess!!! Þær vinna. Systur ❤️ #12stig
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) May 10, 2022
Systurnar eru bara eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Skiptir engu máli hvað kannanirnar sýna, atkvæðin skila sér alltaf upp úr kössunum. #12stig
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 10, 2022