Tvær kvikmyndir eru teknar fyrir í hlaðvarpsþættinum Bíó að þessu sinni og það afar vandaðar. Annars vegar er það hin norska Verdens verste menneske og hins vegar hins spænska Madres paralelas. Báðar fjalla um konur og hafa hlotið lof og verðlaun víða. Varað skal við spilliefnum í þættinum og því vissara að hafa séð myndirnar áður en hlustað er.
Arnar Eggert Thoroddsen, doktor og kennari og pistalhöfundur með meiru, er gestur Helga Snæs Sigurðssonar í þættinum og voru þeir sammála um að báðar myndir væru virkilega vandaðar og vektu áhorfendur til umhugsunar, þó sú norska rynni ögn út í sandinn undir lokin.
Þáttinn má finna hér fyrir neðan.