Erlendir miðlar segja að Ísland hafi komið á óvart

Íslenski hópurinn fagnaði ákaft þegar Ísland komst áfram í gær. …
Íslenski hópurinn fagnaði ákaft þegar Ísland komst áfram í gær. Árangurinn kom mörgum á óvart. AFP

Systur komu, sáu og sigruðu í undanúrslitum Eurovision í gærkvöldi. Íslandi var ekki spáð góðu gengi og komust þær nokkuð óvænt áfram. Erlendir miðlar fjölluðu um árangur Íslands í gærkvöldi. 

Í umfjöllun BBC kemur fram að það hafi verið óvænt að sjá Systur komast í úrslitin. Kjósendur hafi aftur á móti verið í stuði fyrir róleg lög í ár og rólegar systurnar komist áfram. 

Á danska miðlinum Ekstra Bladet var sett út á danska framlagið sem ekki komst áfram. Var bent á velgengi hinna Norðurlandanna og sérstaklega á Ísland. „Sjáið Ísland. Það var óvænta atriði kvöldsins,“ segir í biturri umfjöllun miðilsins. 

Ísland var þriðja landið sem komst áfram í gærkvöldi. Systur keppa í úrslitum á laugardaginn. Eftir keppnina í gær varð ljóst að þær stíga á svið á seinni hluta kvöldsins.

Danir komust ekki í úrslit.
Danir komust ekki í úrslit. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup