Aðdáendur Eurovision í Bretlandi urðu agndofa er þeir sáu Elísabetu Eyþórsdóttur, sem er í hljómsveitinni Systur, spila á stóra sviðinu í Tórínó í gærkvöldi, en margir hafa bent á líkindi hennar við Beatrice prinsessu.
DailyMail greinir frá því að Elísabet og Beatrice séu nánast tvífarar en prinsessan er barnabarn Elísabetar Bretlandsdrottningu.
Spjallþáttastjórnandinn Graham Norton, sem kynnir keppnina fyrir breskum áhorfendum, grínaðist með það áður en Systur stigu á svið að það hafi verið fallegt af Beatrice að „koma með“ og syngja í keppninni.
„Gott hjá henni að mæta,“ sagði Norton í útsendingunni áður en Systur fluttu lagið, Með hækkandi sól.