Hét því að halda Eurovision í Maríupol einn daginn

Kalush Orchestra heillaði Evrópu í gær.
Kalush Orchestra heillaði Evrópu í gær. AFP

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu sagði að Úkraínumenn muni einn daginn halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) í Maríupol. Borgin er ein af þeim sem hefur farið hvað verst út úr stríðinu í landinu og er hún nú að mestu undir stjórn Rússa.

Selenskí sendi hipphopp-sveitinni Kalush Orchestra þakkir frá Úkraínu eftir að þeir fóru með sigur af hólmi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) í gær.

„Hugrekki okkar hefur áhrif á heiminn, tónlist okkar leggur Evrópu undir sig!“ skrifaði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum.

Volodimír Selenskí var að vonum ánægður með sigurinn.
Volodimír Selenskí var að vonum ánægður með sigurinn. AFP

Úkraínumenn gátu ekki fagnað sigrinum á börum eða skemmtistöðum í nótt vegna útgöngubanns að nóttu til sem hefur verið í gildi síðan Rússar réðust inn í landið í febrúarmánuði. 

Fjöldi Úkraínumanna horfði á keppnina heima og fagnaði sigrinum og þeim stuðningi sem aðrar þjóðir sýndu þeim þar. 

Kalush Orchestra lauk sinni framkomu í Tórínó í Ítalíu á orðunum: „Geriði það, hjálpið Úkraínu, hjálpið Maríupol, hjálpið Asovstal [stálverksmiðju í Maríupol þar sem enn eru innlyksa hermenn] núna strax.“

Efast um að Úkraína geti haldið keppnina að ári

Óhjákvæmilega hafa í kjölfar sigursins heyrst efasemdaraddir um að Úkraína geti haldið Eurovision á næsta ári en sigurþjóðin tekur venjulega við því kefli. 

Selenskí sagði að Úkraínumenn muni gera sitt besta til þess að halda keppnina. EBU, skipuleggjandi keppninnar, sagði aftur á móti að hann muni íhuga alla möguleika fyrir keppnina á næsta ári en játaði að ákvörðunin fæli í sér „einstakar áskoranir.“

Í færslu á Instagram sagði Selenskí að einn daginn myndi Úkraína halda Eurovision í „frjálsri, friðsælli og endurbyggðri“ Maríupol. Borgin er nú að mestu undir stjórn Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka