Óreglulegt kosningamynstur hjá dómurum

Kalush Orchestra vann fyrir hönd Úkraínu í ár.
Kalush Orchestra vann fyrir hönd Úkraínu í ár. AFP

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að óvenjulegt kosningamynstur hafi sést í atkvæðum dómara eftir síðara dómararennsli Eurovision í Tórínó. 

Fram kemur í tilkynningu frá sambandinu að óreglan hafi náð til atkvæða sex landa. 

Um var að ræða atkvæði dómara í bæði undanúrslitum og úrslitum keppninnar. 

Stendur nú til að fara yfir atkvæðagreiðslu dómara, en sú athugun mun þó ekki hafa áhrif á sigur framlags Úkraínu í keppninni. 

„Samband evrópskra sjónvarpsstöðva tekur mögulegum tilraunum til þess að hafa áhrif á kosningu í Eurovision gríðarlega alvarlega og hefur réttinn til þess að ógilda slík atkvæða í samræmi við reglu, hvort sem slík atkvæði séu líkleg til að hafa áhrif á niðurstöðuna eða ekki,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup