Giftu sig aftur

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. AFP

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og trommuleikarinn Travis Barker gengu í það heilaga um liðna helgi. Athöfnin er sögð hafa farið fram í eins konar kyrrþey því hvergi voru börn parsins sjáanleg né fjölskyldumeðlimir Kardashians-fjölskyldunnar.

Kardashian og Barker létu pússa sig löglega saman í dómshúsinu í miðbæ Santa Barbara-svæðisins í Kaliforníu á sunnudag, akkúrat mánuði eftir að þau giftu sig óformlega í Elvis-kapellunni í Las Vegas. Viðstaddir athöfnina í dómshúsinu voru móðuramma Kardashians, Mary Jo Campell, sem komin er á níræðisaldur, og faðir Barkers, Randy Barker.

Að lokinni athöfn keyrðu ný giftu hjónin frá dómsúsinu á svörtum fornbíl með skilti aftan á honum sem á stóð: Ný gift. Brúðkaupið fór því ekki framhjá neinum sem á vegi þeirra varð að því sem fram kemur á vef Daily Mail.

Sögusagnir herma að stór brúðkaupsveisla sé í undirbúningi og er áætlað að hún muni fara fram á Ítalíu á næstu dögum eða vikum.

„Öll smáatriði eru tilbúin og öll fjölskyldan, þar á meðal börnin, eru mjög spennt,“ er haft eftir heimildarmanni fjölskyldunnar.

Ástarsaga hjónanna hófst í byrjun árs 2021 og trúlofuðu þau sig nokkrum mánuðum síðar, eða í október það sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup