Rómantík á Billboard-hátíðinni

Megan Fox og Machine Gun Kelly á Billboard verðlaunahátíðinni.
Megan Fox og Machine Gun Kelly á Billboard verðlaunahátíðinni. AFP

Stjörnum prýdd Billboard tónlistarverðlaunahátíðin fór fram með pompi og prakt um liðna helgi. Þrátt fyrir fjöldan allan af tilnefningum og veittum verðlaunum snýst hátíðin ekki einungis um tónlist og verðlaun. Heldur snýst hún líka um það hverjir láta sjá sig á verðlaunaafhendingunni, hverjir mæta saman, hverju þeir klæðast á rauða dreglinum og ýmislegt annað. 

Rómantíkin réð ríkjum hjá nokkrum heitum pörum sem Hollywood hefur alið af sér um helgina og létu nokkur þeirra sjá sig saman á rauða dregli hátíðarinnar.

Ofurfyrirsætan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly hnutu um hvort annað.

AFP

Stjörnuparið Kylie Jenner og Travis Scott létu vel hvort að öðru.

AFP

Ástsæli söngvarinn Michael Bublé mætti með eiginkonu sína, leikkonuna Luisana Lopilato, upp á arminn.

AFP

Rapparinn Ty Dolla $ign og kærasta hans, Zaila, mættu saman og virtust ástfangin upp fyrir haus.

AFP

Bandaríski söngvarinn og rapparinn, Bryson Tiller, kom ásamt barnsmóður sinni Kendra Bailey.

AFP

Fyrirsætan Heidi Klum mætti ásamt unga eiginmanni sínum, þýska tónlistarmanninum Tom Kaulitz.

AFP

Söngkonan og lagahöfundurinn Miranda Lambert virtist hamingjusöm í faðmi lögreglumannsins Brendan McLoughlin.

AFP

Tónlistarmaðurinn, lagahöfundurinn og framleiðandinn Jimmy Jam og eiginkona hans til fjölda ára, Lisa Padilla, létu sjá sig saman.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup