Fimmtug og mætt á Onlyfans

Carmen Electra.
Carmen Electra. AFP

Bandaríska leikkonan Carmen Electra er búin að skrá sig á Onlyfans. Fyrrum Baywatch stjarnan lofar skemmtilegu og framsæknu efni á rásinni sinni sem fór í loftið í gær.

Onlyfans er miðill þar sem fólk getur selt myndir og myndbönd sem það framleiðir á rásum sínum. Margir hafa nýtt miðilinn til að selja klámfengið efni. 

Electra, sem einhverjir lesendur gætu einnig kannast við úr Playboy-tímaritum, varð fimmtug hinn 20. apríl síðastliðinn. Electra var gríðarlega vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar en gleymdist svo í nokkur ár. Auk þess sem hún fór með hlutverk í Baywatch þáttunum á árunum 1996 til 1997 sat hún reglulega fyrir á forsíðu Playboy.

Þegar hún kom fram í heimildarmyndinni The Last Dance árið 2020 jukust vinsældir hennar þó mikið en myndin fjallar um feril körfuboltastjörnunnar Michael Jordan. Það vakti athygli að leitað var að nafni hennar mun oftar á klámsíðum eftir að heimildamyndin fór í loftið. 

Electra gaf fylgjendum sínum á Instagram smá sýnishorn af því sem koma skal á Onlyfans fyrr í vikunni. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup