Nýjasti Íslandsvinurinn hættur með kærustunni

Trevor Noah og Minka Kelly eru hætt saman.
Trevor Noah og Minka Kelly eru hætt saman. Samsett mynd

Spjallþátta­stjórn­and­inn og uppist­and­ar­inn Trevor Noah og leik­kon­an Minka Kelly eru hætt sam­an. Stjörnuparið var búið að vera saman í tæp tvö ár en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þau hætta saman. 

Noah og Kelly eru sögð hafa slitið sambandinu fyrir nokkru. „Það er allt í góðu á milli þeirra,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. Allt virtist leika í lyndi á milli þeirra þegar þau fóru saman í frí til Suður-Afríku í kringum síðustu áramót.

Í maí í fyrra fréttist af sambandsslitum Noah og Kelly. Þau byrjuðu hins vegar saman aftur mánuði seinna. Nú er allt búið aftur og ekki víst að parið byrji saman enn á ný. Noah kom til Íslands í byrjun maí og fór með gamanmál í Laugardalshöll. 

Trevor Noah.
Trevor Noah. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar