Brúðkaup ársins fór fram á Ítalíu

Hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker á brúðkaupsdaginn á sunnudaginn. …
Hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker á brúðkaupsdaginn á sunnudaginn. Kardashian birti brúðkaupsmyndir á Instagram. Skjáskot/Instgram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker gengu í hjónaband í Portofino á Suður-Ítalíu á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 43 ára gamla Kourtney Kardashian gengur í hjónaband en þriðja hjónaband rokkarans Barkers sem er 46 ára. 

Þetta var í þriðja sinn sem Kardashian játaðist Barker. Bar­ker og Kourt­ney giftu sig fyrst í Las Vegas fyrr á þessu ári, en það brúðkaup var ekki lög­legt. Þau giftu sig svo aft­ur í Santa Barbara um miðjan maí. Brúðkaupið á Ítalíu var hins vegar aðalbrúðkaupið. Aðeins nánustu fjölskyldu og vinum var boðið í brúðkaupið. 

Á meðal viðstaddra voru börn hjónanna úr fyrri samböndum. Kourtney Kardashian á afar fræga fjölskyldu og flaug hún til Ítalíu. Kris Jenner leiddi dóttur sína upp að altarinu og systurnar Kim, Khloé, Kendall og Kylie mættu. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir