Kate Moss ber vitni

Johnny Depp, Kate Moss og Amber Heard.
Johnny Depp, Kate Moss og Amber Heard. Samsett mynd

Fyrirsætan Kate Moss mun bera vitni í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Moss mun bera vitni seinna í vikunni en þetta kom fram þegar réttarhöld hófust í Fairfax í Virginíuríki í dag. 

Moss mun bera vitni í gegnum fjarfundabúnað samkvæmd heimildum New York Post

Í frétt NYP er vísað til þess að lögmenn Depps sáust gefa hvor öðrum „klestann“ þegar Heard minntist á Moss í vitnisburði sínum fyrir nokkrum vikum. Lögspekingar segja að fyrst Heard hafi nefnt nafn hennar hafi það gefið lögmannateymi Depps heimild til að fá hana til þess að bera vitni.

Talið er að Moss muni bera vitni um sögusagnir um að Depp hafi hrint henni niður stiga þegar þau áttu í ástarsambandi frá 1994 til 1997. 

Depp höfðaði meiðyrðamál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis. Hún nefndi Depp aldrei á nafn en hann hefur farið fram á 50 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur.

Réttarhöldin hafa staðið yfir í vel á annan mánuð og er búist við því að þeim ljúki á föstudag, 27. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup