Segir Depp hafa bjargað lífi sínu

Courtney Love.
Courtney Love. AFP

Tónlistarkonan Courtney Love segir leikarann Johnny Depp hafa bjargað lífi sínu eftir að hún tók of stóran skammt af fíkniefnum fyrir utan skemmtistaðinn The Viper Room árið 1995. 

Skemmtistaðurinn var einn sá vinsælasti á 10. áratug síðustu aldar á Sunset Strip í vestur-Hollywood í Los Angeles. Depp átti upphaflega hlut í honum. 

„Mig langar ekki til að tjá mig um málið opinberlega,“ sagði Love í myndbandi sem hún birti á Instagram-síðu vinkonu sinnar um helgina og vísaði þar eflaust til meiðyrðamáls Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard. Myndbandið er ekki lengur aðgengilegt.

Johnny Depp var eigandi The Viper Room á 10. áratug …
Johnny Depp var eigandi The Viper Room á 10. áratug síðustu aldar. AFP

„En mig langaði bara að segja ykkur frá því að Johnny veitti mér skyndihjálp árið 1995 þegar ég tók of stóran skammt fyrir utan The Viper Room,“ sagði Love. Á þeim tíma var Love enn að takast á við fráfall eiginmanns síns, tónlistarmannsins Kurt Cobain, en hann tók sitt eigið líf ári áður. 

Love sagði Depp hafa haft samband við dóttur þeirra Cobains, Frances, og skrifað henni bréf á 13 ára afmælisdaginn.

„Þegar ég var á krakki og Frances var í öllu veseninu með félagsráðgjafana, þá skrifaði Johnny henni fjögurra blaðsíðna bréf sem hún sýndi mér aldrei,“ sagði Love. Hún sagði hann hafa sent límósínu í skólann hennar þegar hún átti í vanda og gert ýmislegt fyrir hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup