Biðu næturlangt eftir að sjá Depp

Nokkur hundruð aðdáenda bandaríska leikarans Johnny Depp biðu næturlangt eftir …
Nokkur hundruð aðdáenda bandaríska leikarans Johnny Depp biðu næturlangt eftir því að komast inn í dómshúsið að morgni þriðjudagsins 24. maí. AFP

Aðdáendur leikarans Johnny Depp biðu næturlangt aðfaranótt þriðjudags eftir því að geta mögulega fengið aðgang að réttarhöldum gærdagsins. Komu aðdáendurnir víða að og keyrðu margir í yfir fimm klukkustundir til Fairfax í úthverfi Washington D.C. til að sjá leikarann. 

Alls voru hundrað miðar að réttarhöldunum í boði fyrir almenning í gær og komust færri að en vildu. Í Fairfax er nú tekið fyrir meiðyrðamál Depps gegn fyrrverandi eiginkonu hans, leikkonunni Amber Heard.

Depp höfðaði mál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún lýsti sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis. Nefndi hún hann ekki á nafn en hann fer fram á 50 milljónir í skaðabætur. 

Yfir nóttina reyndu margir aðdáendur að sofa en aðrir spiluðu …
Yfir nóttina reyndu margir aðdáendur að sofa en aðrir spiluðu á spil. AFP

„Vildum bara koma og styðja Johnny“

Forfallakennararnir Luz-Haxel Walrath og Pam Cuddapah keyrðu í fimm klukkustundir, alla leið frá Norður-Karólínuríki til að reyna að fá miða. Þegar blaðamaður AFP talaði við þær höfðu þær beðið í níu klukkustundir fyrir utan dómshúsið. 

Báðar eru þær 23 ára og hafa mætt til að standa fyrir utan dómshúsið áður. 

„Við vildum bara koma og styðja Johnny,“ sagði Walrath og sagðist hafa alist upp við að horfa á kvikmyndir með leikaranum.

Fólk kom langt að, mörg hver keyrðu í yfir fimm …
Fólk kom langt að, mörg hver keyrðu í yfir fimm klukkustundir til að sjá leikarann. AFP

Þær segja að ekki enn hafi komið fram sönnunargögn í málinu sem styðji frásögn Heard um heimilisofbeldi. „Ég styð vanalega þolendur, en í þessu tiltekna máli... þá bara trúi ég henni ekki,“ sagði Cuddapah. Hún segist hafa komist að niðurstöðu sinni með því að skoða samfélagsmiðla og bætti við að hann væri frábær leikari.

Flestir í hópnum fyrir utan dómshúsið eru aðdáendur Depps. 

Aðdáandinn Yvonne de Boer frá Los Angeles fær armband til …
Aðdáandinn Yvonne de Boer frá Los Angeles fær armband til þess að komast inn í dómshúsið. AFP

Vinkaði aðdáendum

Hópurinn myndaðist síðla á mánudagskvöld fyrir utan dómshúsið. Yfir nóttina reyndu margir að sofa og hvíla sig. Undir morgun fóru aðdáendurnir svo að hafa sig til, skipta um föt og greiða hár sitt og setja upp andlit. 

Pöntuðu margir morgunmat í gegnum netið. Klukkan sjö kom að því að öryggisverðir opnuðu dyrnar og gáfu þeim fyrstu hundrað aðgang að réttarhöldum dagsins. 

Depp vinkaði til aðdáenda þegar hann kom keyrandi að dómshúsinu.
Depp vinkaði til aðdáenda þegar hann kom keyrandi að dómshúsinu. AFP

Þau sem ekki komust að færðu sig fyrir aftan dómshúsið til þess að fylgjast með því þegar Depp kom til réttarhaldanna. Skrúfaði hann niður rúðuna og vinkaði til aðdáenda sinna áður en hann fór inn.

Ein í liði með Heard

Af þeim sem blaðamaður AFP hitti var aðeins ein sem studdi Heard. Christina Taft, frá Los Angeles, sagði að það væri gríðarlega erfitt að vera ein á hennar hlið fyrir framan alla þá sem styðja Depp. 

Hún notaði lúður til að styðja Heard og kallaði af og til: „Áfram Amber Heard!“ en fljótt var þaggað niður í henni með ókvæðisorðum og hrópum. 

Christina Taft frá Los Angeles var eini stuðningsmaður Heard á …
Christina Taft frá Los Angeles var eini stuðningsmaður Heard á svæðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup