Ray Liotta látinn 67 ára að aldri

Leikarinn Ray Liotta er látinn.
Leikarinn Ray Liotta er látinn. AFP

Bandaríski stórleikarinn Ray Liotta er látinn, 67 ára að aldri. Liotta var hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum Goodfellas og Field of Dreams. 

Umboðsmaður Liotta staðfesti andlát hans við fjölmiðla vestanhafs og sagði leikarann hafa látist í svefni í Dóminíska lýðveldinu. Liotta var þar við tökur á sinni nýjustu kvikmynd Dangerous Waters.

Hann var trúlofaður Jacy Nittolo og lætur eftir sig dótturina Karsen. 

Liotta skaut upp á stjörnuhimininn árið 1990 þegar hann lék í Martin Scorsese-kvikmyndinni Goodfellas þar sem hann fór með hlutverk glæpamannsins Henrys Hills á móti Robert De Niro og Joe Pesci. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup