Kvikmynd Hlyns slær í gegn í Cannes

Hilmar Guðjónsson, Vic Carmen Sonne, Hlynur Pálmason, Elliott Crosset Hove, …
Hilmar Guðjónsson, Vic Carmen Sonne, Hlynur Pálmason, Elliott Crosset Hove, Ingvar Sigurðsson og Ida Mekkín Hlynsdottir í Cannes. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska kvikmyndin Volaða land var fumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við gífurlegan fögnuð áhorfenda í vikunni. Stóðu áhorfendur upp klöppuðu lengi að lokinni fumsýningu. Gagnrýnendur hátíðarinnar hafa gefið myndinni hæstu meðaleinkun til þessa.

Fáar aðrar myndir á hátíðinni í ár hafa hlotið eins góðar viðtökur og margir tala um hana sem uppgvötun hátíðarinnar. Myndin er sýnt í flokki Un Certain Regard, ýmsir spyrja þó afhverju myndin sé ekki í aðalkeppninni, aðrir segja það næst á dagskrá.

Stilla úr kvikmyndinni Volaða land.
Stilla úr kvikmyndinni Volaða land. Ljósmynd/Aðsend

Volaða land fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Elliott Crosset Hove fer með aðalhlutverkið og Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk sérviturs leiðsögumanns, sem leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Með önnur hlutverk fara m.a. Hilmar Guðjónsson, Vic Carmen Sonne,  Jacob Hauberg Lohmann, og Ída Mekkín Hlynsdóttir.

Sólríkur dagur í Cannes á frumsýningu Volaða lands.
Sólríkur dagur í Cannes á frumsýningu Volaða lands. Ljósmynd/Aðsend

Hlynur Pálmason leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk hans hafa verið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðunum í Berlín, Cannes, Locarno og Toronto, og unnið til fjölda verðlauna víðs vegar um heiminn. Stuttmyndin Sjö bátar hóf ferðalag sitt í Toronto árið 2014, kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017, og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Critics' Week á Cannes árið 2019. Þá var stuttmyndin Hreiður valin til þátttöku á þessu ári í Berlinale Special hluta Berlínarhátíðarinnar.

Aðstandendur myndarinnar á fumsýningunni.
Aðstandendur myndarinnar á fumsýningunni. Ljósmynd/Aðsend

Volaða land er framleidd af íslenska framleiðslufyrirtækinu Join Motion Pictures og hinu danska Snowglobe. Framleiðendur eru Anton Máni Svansson, Katrin Pors, Eva Jakobsen, og Mikkel Jersin. Meðframleiðendur eru Didar Domehri frá Maneki Films í Frakklandi, Anthony Muir og Peter Possne frá Film I Väst í Svíþjóð, Mimmi Spång frá Garagefilm í Svíþjóð, og Guðmundur Arnar Guðmundsson frá Join Motion Pictures, Íslandi.

Hlynur Pálmason leikstjóri og handritshöfundur.
Hlynur Pálmason leikstjóri og handritshöfundur. Ljósmynd/Aðsend
Ingvar Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir
Ingvar Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar