Meghan hertogaynja af Sussex lagði leið sína til til Texas-ríkis í Bandaríkjunum til að heiðra minningu þeirra sem féllu í skotárás í barnaskóla í Uvalde á þriðjudag.
Nítján börn létust í árásinni og tveir kennarar. Meghan fór að minnisvarðanum við ráðhúsið í Uvalde þar sem hvítum krossum hefur verið komið fyrir.
Meghan lagði hvítar rósir við kross eins nemanda sem lést í árásinni. Fór hún til Texas sem móðir, en ekki í opinberum erindagjörðum, til að votta fjölskyldum fórnarlambanna samúð.
Meghan á tvö börn með Harry Bretaprins. Þau sögðu skilið við störf sín innan bresku konungsfjölskyldunnar fyrir tveimur árum og fluttu til Bandaríkjanna. Nú eru þau búsett í Kaliforníu.