Triangle of Sadness fær Gullpálmann

Ruben Östlund var hæstánægður með verðlaunin.
Ruben Östlund var hæstánægður með verðlaunin. AFP

Satíran Triangle of Sadness eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hreppti Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem haldin var í 75. sinn í kvöld. Er þetta í annað skipti sem Östlund fær Gullpálmann en árið 2017 hlaut hann verðlaunin fyrir kvikmyndina The Square.

Kóreski leikarinn Song Kang-ho var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í japönsku kvikmyndinni Broker, sem fjallar um kóreska fjölskyldu í leit að heimili fyrir munaðarlaust barn. The Guardian greinir frá. „Mig langar að þakka öllum fyrir, sem kunna að meta kóreskar kvikmyndir,“ sagði Kang-ho í ræðu sinni.

Kóreska kvikmyndin Parasite hreppti Gullpálmann árið 2019 og má því segja að landið hafi stimplað sig vel inn í kvikmyndasenuna.

Ebrahimi valin besta leikkonan

Zar Amir Ebrahimi var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Holy Spider eftir Ali Abbasi en þar brá hún sér í hlutverk blaðakonu. Fjallar myndin um vændisiðnaðinn í írönsku borginni Mashhad og þótti sérlega ofbeldisfull og grafísk en í þakkarræðu sinni sagði Ebrahimi að myndin hafi sýnt allt það sem er ógerningur að sýna í Íran.

Tarik Saleh, sem kemur frá Svíþjóð og Egyptalandi, fékk verðlaun fyrir bestu sviðsmyndina í hryllingsmyndinni Boy From Heaven, sem gerist í moskunni Al-Azhar í Kaíró. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup