Alltaf strákurinn úr Love Actually

Thomas Brodie-Sangster nennir ekki að pirra sig yfir því að …
Thomas Brodie-Sangster nennir ekki að pirra sig yfir því að fólk tali um hann sem strákinn úr Love Actually. AFP

Leikarinn Thomas Brodie-Sangster segist ekki geta pirrað sig yfir því að vera alltaf kallaður strákurinn úr Love Actually því þá myndi hann eyða miklum tíma í að vera pirraður. Brodie-Sangster var þrettán ára þegar hann lék í myndinni sem kom út árið 2005 og er nú orðinn 32 ára gamall. 

„Þetta er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Það er magnað að hafa verið í mynd sem er einhvern veginn enn að fá athygli. Henni gekk alveg vel, en var ekki risastór sjónvarpsmynd. Í gegnum árin hefur myndast smá költ í kringum hana,“ sagði leikarinn í viðtali við The Guardian

Á þessu ári horfði hann á kvikmyndina í fyrsta skipti síðan hún var frumsýnd á þessum tíma. 

Brodie-Sangster er með eindæmum unglegur maður og hefur alltaf þótt. Hann segir barþjóna hafa neitað að selja honum áfengi langt fram eftir þrítugsaldrinum nema fá að sjá skilríki. Í dag er hann 32 ára. 

Nú fer hann með hlutverk í þáttunum Pistol, sex þátta seríu byggðri á sjálfsævisögu Steve Jones, liðsmanns Sex Pistols. 

Thomas Brodie-Sangster lék son Liam Neeson í Love Actually.
Thomas Brodie-Sangster lék son Liam Neeson í Love Actually.
Brodie-Sangster ásamt Anyu Taylor-Joy í þáttunum Queen's Gambit.
Brodie-Sangster ásamt Anyu Taylor-Joy í þáttunum Queen's Gambit.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir