Milljarðar í kassann hjá Cruise

Stórleikarinn Tom Cruise brosir sennilega allan hringinn þessa dagana.
Stórleikarinn Tom Cruise brosir sennilega allan hringinn þessa dagana. AFP

Miðar seldust fyrir yfir 100 milljónir bandaríkjadala á kvikmyndina Top Gun: Maverick um helgina í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta skipti sem kvikmynd sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki gengur svona vel á opnunarhelgi sinni í kvikmyndahúsum. 

Á fyrstu þremur sýningardögunum í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum seldust miðar fyrir um 124 milljónir bandaríkjadala, sem er vel á sextánda milljarð íslenskra króna. 

Í heiminum öllum seldust miðar fyrir um 248 milljónir bandaríkjadala, sem eru tæpir 32 milljarðar í krónum talið. 

„Þessar viðtökur eru fáránlega og bilaðslega magnaðar,“ sagði Chris Aronson, sem sér um dreifingu innan Bandaríkjanna fyrir Paramount Pictures. 

„Ég er svo glaður fyrir hönd allra. Ég samgleðst starfsmönnum fyrirtækisins, Tom og kvikmyndagerðarmönnunum,“ sagði Aronson. 

Stærsta kvikmynd Cruise til þessa skilaði hagnaði upp á 64 milljónir bandaríkjadala sína fyrstu helgi í kvikmyndahúsum. Það var kvikmyndin War of the Worlds, sem kom út árið 2005.

Top Gun: Maverick er önnur Top Gun kvikmynd Cruise, en fyrri myndin gerði garðinn frægan á 9. áratug síðustu aldar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka