Vísur Vatnsenda-Rósu í flamenco

„Mér finnst viðeigandi að taka þann tónlistararf sem ég kem úr inn í flamenco-tónlistina. Hún er svo mikill bræðingur af tónlistarstefnum. Núna blöndum við íslenskri tónlist inn í hana og það fellur vel saman,“ segir Reynir Hauksson gítarleikari í Madrid, en hann er að koma með hóp spænskra listamanna til landsins til að halda flamenco-tónleika og dansnámskeið.

Útbreiðir fagnaðarerindið

Eitt aðalnúmerið á dagskrá tónleikanna er Vísur Vatnsenda-Rósu í flamenco-útgáfu. Lag Jóns Ásgeirssonar tónskálds við vísur Rósu byggist á þjóðlagaarfinum og hefur lengi verið vinsælt hér á landi. Reynir segir að þetta sé eitt fallegasta lag sem samið hafi verið á Íslandi og viðeigandi að gera flamenco-útgáfu af því. Á tónleikunum verða leikin fleiri íslensk lög í flamenco-búningi auk hefðbundinna flamenco-númera fyrir dansarann.

Gítarleikararnir Reynir Hauksson og Jeronimo Maya.
Gítarleikararnir Reynir Hauksson og Jeronimo Maya. Ljósmynd/Aðsend

Flamenco – rímur

Hópurinn heldur ferna tónleika hér á landi með yfirskriftinni flamenco – rímur. Þeir fyrstu verða í Máli og menningu á Laugavegi annað kvöld, 1. júní, daginn eftir á Hvanneyri, heimabæ Reynis, og síðan 3. og 4. júní í Tjarnarbíói í Reykjavík. Jafnframt verður flamenco-dansnámskeið haldið á Dansverkstæðinu 3. og 4. júní.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup