Engar vinkonur í raunveruleikanum

Carrie Bradshaw og Samantha Jones í þáttunum Sex And The …
Carrie Bradshaw og Samantha Jones í þáttunum Sex And The city. Ljósmynd/Sex And The City.

Vinkonurnar vinsælu Carrie Bradshaw og Samantha Jones úr þáttaröðunum Sex and the City virðast ekki vera miklar vinkonur í raunveruleikanum. Leikkonan Sarah Jessica Parker, sem leikur Carrie Bradshaw hefur opnað sig um erfiðleika milli hennar og mótleikkonu sinnar, Kim Cattrall sem leikur Samantha Jones. 

Catrall, sem var ekki partur af nýrri seríu Sex and the City sem kom út í desember 2021, hefur ekki alltaf farið fögrum orðum um Parker. Fyrir nokkrum árum áttu þær í opinberri deilu eftir að kröfur Cattrall urðu til þess að hætt var við þriðju mynd Sex and the City.

Cattrall segir þær aldrei hafa verið vinkonur. „Mér finnst eins og hún hefði getað verið almennilegri. Ég veit ekki hvert vandamálið hennar er, ég hef aldrei vitað það.“

Nú hefur Parker opnað sig um samband þeirra í podcastinu Awards Chatter. „Það er mjög erfitt að tala um ástandið milli mín og Cattrall vegna þess að ég hef verið svo varkár og aldrei viljað segja neitt sem er óþægilegt,“ sagði Parker. 

„Ég hef eytt mörgum árum í að vinna hörðum höndum að því að vera alltaf almennileg við alla á tökustað, hugsa vel um alla og vera kurteis, bæði við vinnuveitendur mína og fólkið sem mér fannst ég bera ábyrgð á sem framleiðandi þáttanna,“ sagði Parker. „Það er bara enginn annar sem hefur nokkurn tíman talað um mig á þennan hátt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup