Í mál við Paramount vegna Top Gun

Tom Cruise, aðalleikarinn í Top Gun.
Tom Cruise, aðalleikarinn í Top Gun. AFP

Ættingjar höfundar greinar, sem var kveikjan að kvikmyndinni Top Gun frá árinu 1986, hafa stefnt Paramount Pictures-kvikmyndaverinu fyrir brot á höfundarétti, að því er fram kemur í  dómsskjölum.

Þetta kemur fram í frétt AFP.

Nú um stundir er framhaldsmynd í sýningu; Top Gun: Maverick. Er um að ræða aðra Top Gun mynd Tom Cruise en fyrri myndin sló í gegn á 9. áratug síðustu aldar. 

Í kvörtun sinni, sem lögð var fyrir dómstól í Kaliforníu á mánudag, halda ekkja og sonur greinahöfundarins Ehud Yonay því fram að höfundarétti Top Gun hafi verið skilað til þeirra fyrir tveimur árum. Það hafi kvikmyndaverið hins vegar hunsað við gerð framhaldsmyndarinnar.

Ekkjan og sonurinn halda því fram að framhaldið, líkt og upprunalega myndin, séu unnin úr greinum Yonay en Paramount Pictures neita því.

Ekkjan og sonurinn vilja stöðva dreifingu myndarinnar og fara fram á ótilgreindar skaðabætur.

Talsmaður kvikmyndaversins sagði fullyrðingarnar tilhæfulausar og að það myndi verjast þeim af krafti.

Miðar seld­ust fyr­ir yfir 100 millj­ón­ir banda­ríkja­dala á kvik­mynd­ina Top Gun: Maverick fyrstu sýningarhelg­ina í Banda­ríkj­un­um. Er þetta í fyrsta skipti sem kvik­mynd sem skart­ar Tom Cruise í aðal­hlut­verki geng­ur svona vel á opn­un­ar­helgi sinni í kvik­mynda­hús­um. 

Á fyrstu þrem­ur sýn­ing­ar­dög­un­um í kvik­mynda­hús­um í Banda­ríkj­un­um seld­ust miðar fyr­ir um 124 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, sem er vel á sextánda millj­arð ís­lenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup