Jóhanna Guðrún fær risahlutverk og verður með annan fótinn á Akureyri

Jóhanna Guðrún segir að það sé alger draumur að fá …
Jóhanna Guðrún segir að það sé alger draumur að fá að leika Velmu.

Stórsöngkonan Jóhanna Guðrún mun leika Velmu í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á heimsfræga söngleiknum Chicago. 

„Það er algjör draumur fyrir mig að fá tækifæri til að leika Velmu,“ segir Jóhanna Guðrún og játar að söngleikurinn hafi lengi verið í miklu uppáhaldi hjá henni. 

Chicago er eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse. Hann er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann var frumsýndur á Broadway 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi.

Jóhanna Guðrún mun sóma sér vel í hlutverki Velmu en kvikmyndastjörnur á borð við Pamelu Anderson, Brooke Shields og Melanie Griffith hafa einnig leikið hlutverkið í gegnum tíðina. 

Árið 2002 kom kvikmyndin Chicago út en þar fóru stjörnurnar Catherine Zeta-Jones, Renée Zellweger og Richard Gere með aðalhlutverkin. Myndin vann til fjölda Óskarsverðlauna og var meðal annars valin besta kvikmyndin. 

Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í Samkomuhúsinu í janúar 2023 og mun Jóhanna Guðrún vera með annan fótinn á Akureyri á meðan á sýningum stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup