Báru samtímis upp bónorðið

Rita Ora og Taika Wai­titi byrjuðu saman í mars á …
Rita Ora og Taika Wai­titi byrjuðu saman í mars á síðasta ári. AFP

Of­urp­arið Rita Ora og Taika Wai­titi eru sögð hafa trú­lofað sig með óform­leg­um hætti á dög­un­um og séu á fullu að skipu­leggja brúðkaup. 

Sam­kvæmt heim­ild­um fréttamiðils­ins The Sun hyggst parið gifta sig á næstu miss­er­um þegar vinnutörn þeirra er að mestu lokið. „Það er eng­inn hring­ur eða aðrar fyr­ir­hafn­ir,“ er haft eft­ir heim­ild­ar­manni pars­ins. 

„Þetta snýst bara um að þau eru ást­fang­in og hafa ákveðið að nú sé rétti tím­inn til að inn­sigla ást­ina. Þau gætu ekki verið ham­ingju­sam­ari,“ sagði heim­ild­armaður­inn jafn­framt en sam­kvæmt orðum hans bar parið upp bón­orðið á sama tíma.

„Þau sögðu nán­ast sam­tím­is að þau langaði að gift­ast hvort öðru.“ 

Op­in­ber til­kynn­ing um trú­lof­un hef­ur ekki borist frá par­inu en heim­ild­armaður­inn full­yrti að það væru aðeins örfá smá­atriði úti­stand­andi og að það væri ekki langt í brúðkaupið. Parið er sagt vilja hafa brúðkaupið með lág­stemmdri at­höfn á fram­andi slóðum.

Hug­ir Ritu Ora og Taika Wai­titi féllu sam­an í lok árs­ins 2020 en þau gerðu sam­band sitt op­in­bert í mars 2021. Parið hef­ur und­an­farið varið mikl­um tíma sam­an í Ástr­al­íu þar sem það hef­ur dvalið vegna vinnu sinn­ar við ýmis kon­ar verk­efni. Sök­um þess hafi umræður um að festa ráðahag­inn sprottið upp.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant