Vítalía eyðir Twitter-aðgangi sínum

Vitalia Lazareva.
Vitalia Lazareva. Ljósmynd/Skjáskot Eigin konur

Vítalía Lazareva er búin að eyða aðgangi sínum á Twitter.

Virðist sem brotthvarf hennar af samfélagsmiðlinum kunni að skjóta skökku við, því í síðustu viku skrifaði hún athyglisverða færslu í kjölfar frétta af starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra hjá félaginu Festi hf.

Bar Vítalía Eggerti góðar kveðjur og sagðist eiga honum mikið að þakka. Hefur hún hlotið mikla gagnrýni á Twitter síðustu daga vegna færslunnar.

Vítalía komst fyrst í fréttirnar fyrir að segja sögu sína af ástarsambandi sem hún átti við þjóðþekktan mann sem var kvæntur á þeim tíma. Vítalía lýsti því hvernig hóp­ur manna, sem hefðu verið vinir mannsins, brutu á henni kyn­ferðis­lega í heit­um potti við sum­ar­bú­stað í októ­ber árið 2020. 

„Einn af þeim fáu mönn­um sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tæki­færi á að segja mína hlið þegar ÞMJ var bú­inn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórn­inni.

Ég á Eggerti mikið að þakka og ég vona að hann viti það.

Þetta er spill­ing og ekk­ert annað,“ skrifaði Vítalía á Twitter hinn 4. júní síðastliðinn.

Þegar leitast var eftir frekari viðbrögðum Vítalíu við brotthvarfi hennar á Twitter sagðist hún ekki hafa neinu að miðla þar framar.

Ljóst er að aðgangur Vítalíu á Twitter sé horfinn.
Ljóst er að aðgangur Vítalíu á Twitter sé horfinn. Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan