Britney Spears búin að gifta sig

Britney Spears er gift kona
Britney Spears er gift kona AFP

Söngkonan Britney Spears og líkamsræktarþjálfarinn Sam Asghari eru formlega orðin hjón. Parið gifti sig í gær á heimili Spears í Los Angeles en athöfnin fór fram með lágstemmdum hætti og voru aðeins 60 gestir viðstaddir. Þetta er þriðja hjónaband Spears.

Brúðkaupsgestir voru ekki af verri endanum en gestalistinn var stjörnum prýddur. Meðal gesta voru poppdrottningin Madonna, leikkonan Drew Barrymore og hótelerfinginn Paris Hilton. Allar eru þær góðvinkonur Spears. Fjölskylda Spears var ekki viðstödd athöfnina og heldur ekki synir hennar sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kevin Federline. 

Fyrsti eiginmaður Spears, Jason Alexander, réðst inn í hús hennar að morgni brúðkaupsdagsins á meðan það var verið að setja upp athöfnina. Jason Alexander deildi innrásinni í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Instagram en ekki er vitað hvað honum gekk til með athæfinu. Í kjölfarið var hann handtekinn á staðnum samkvæmt heimildum Yahoo. Spears var aðeins gift Alexander í 55 klukkutíma.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup