Justin Bieber með sjaldgæfan taugasjúkdóm

Justin þjáist af Ramsay Hunt. Fimm af hverjum 100.000 Bandaríkjamönnum …
Justin þjáist af Ramsay Hunt. Fimm af hverjum 100.000 Bandaríkjamönnum greinast með sjúkdóminn árlega. AFP

Justin Bieber hefur ákveðið að deila því með umheiminum að hann hafi greinst með Ramsay Hunt sjúkdóminn, sem veldur útbrotum, eyrnaverkjum og lömun í andliti. Fimm af hverjum 100.000 Bandaríkjamönnum greinast með sjúkdóminn árlega.

Um er að ræða taugahúðsjúkdóm sem orsakast af svokallaðri varicella-zoster veiru sem ræðst á taugar í andliti og veldur þannig meðal annars lömuninni. Bieber greindi frá sjúkdóminum í myndbandi á Instagram þar sem hann sagði meðal annars:

„Eins og þið kannski sjáið þá er ég með sjúkdóm,“ sagði hann og útskýrði einkennin. „Fyrir þá sem finnst leiðinlegt að ég hafi frestað tónleikum, þá vildi ég bara láta vita að þetta er frekar alvarlegt, eins og þið sjáið,“ sagði hann. 

Fullvissaði Bieber þó aðdáendur sína um að honum ætti eftir að batna en hann þyrfti tíma til þess að slaka á og hvíla sig. „Ég verð að hægja á mér, ég vona að þið sýnið þessu skilning,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka