Leikkonan komin með kærustu

Ramona Agruma og Rebel Wilson.
Ramona Agruma og Rebel Wilson. Skjáskot/Instagram.

Ástralska leikkonan Rebel Wilson er komin út úr skápnum. Fyrr í vikunni kynnti hún aðdáendum fyrir nýju kærustunni sinni, Ramona Agruma á Instagram reikningi sínum.

„Ég hélt alltaf að ég væri að leita að Disney prins... en kannski var það sem ég virkilega þurfti Disney prinsessa,“ skrifaði Wilson við myndina. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

Í maí greindi Wilson frá því í fjölmiðlum að hún væri í hamingjusömu sambandi, en gaf ekki upp hver maki hennar væri. Hún sagðist hafa notast við stefnumótaforrit í leit að ástinni, en var á endanum kynnt fyrir nýju ástinni í gegnum sameiginlegan vin. 

Parið hefur þó ekki verið í felum, en Wilson tók Agruma sem gest sinn á Vanity Fair Óskarsveisluna í mars. Þar að auki fóru þær í langa helgarferð í apríl þar sem þær sóttu viðburð saman, en flestir töldu þær þó bara vera vinkonur. 

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar