Tónlistarkonan Jennifer Hudson hlaut á dögunum sín fyrstu Tony-verðlaun og er því formlega orðin EGOT verðlaunahafi, þar sem hún hefur unnið Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun.
Hudson slæst því í hóp einstaklinga sem hafa fengið EGOT, en aðeins 17 manns í heiminum hafa náð þeim ótrúlega árangri.
Árið 2007 vann Hudson til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Dreamgirls. Tveimur árum síðar hlaut hún Grammy-verðlaun fyrir leik sinn í The Color Purple og Emmy-verðlaun fyrir teiknimyndaseríuna Baby Yaga.
Hudson fullkomnaði svo EGOT kvartettinn um helgina þegar hún hlaut Tony-verðlaun fyrir söngleikinn A Strange Loop en söngleikurinn hlaut alls 11 tilnefningar.