Kevin Spacey fyrir dóm á fimmtudag

Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016.
Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016. AFP

Leik­ar­inn Kevin Spacey hef­ur verið ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot og mun málið fara fyr­ir dóm í Lund­úna­borg seinna í þess­ari viku. 

Hinn 62 ára gamli leik­ari mun mæta fyr­ir dóm­stóla í West­minster klukk­an níu að morgni næsta fimmtu­dag. 

Um er að ræða ákæru í fjór­um liðum vegna kyn­ferðis­brota gegn þrem­ur mönn­um.

Frá ár­un­um 2005, 2008 og 2013

Tvö brot­in eru sögð hafa átt sér stað í mars árið 2005 gegn sama mann­in­um, sem er á fer­tugs­aldri í dag.

Þriðja meinta brotið má rekja til ág­úst­mánaðar 2008, gegn manni sem er nú á þrítugs­aldri.

Fjórða brotið sem Spacey er ákærður fyr­ir snýr að at­vik­um í Gloucester í vest­ur­hluta Eng­lands í apríl 2013, gegn manni sem er í dag á þrítugs­aldri. 

Ætlar að sanna sak­leysi sitt

Spacey hef­ur unnið til tvennra Óskar­sverðlauna á ferli sín­um fyr­ir leik, en á ár­un­um 2014 og 2015 var hann list­rænn stjórn­andi í leik­hús­inu Old Vic í London. 

Hann hef­ur komið fram í fjöl­miðlum og heitið því að sýna fram á sak­leysi sitt, meðal ann­ars í viðtalsþætt­in­um Good Morn­ing America. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir