Kevin Spacey fyrir dóm á fimmtudag

Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016.
Leikarinn Kevin Spacey í febrúar 2016. AFP

Leikarinn Kevin Spacey hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og mun málið fara fyrir dóm í Lundúnaborg seinna í þessari viku. 

Hinn 62 ára gamli leikari mun mæta fyrir dómstóla í Westminster klukkan níu að morgni næsta fimmtudag. 

Um er að ræða ákæru í fjórum liðum vegna kynferðisbrota gegn þremur mönnum.

Frá árunum 2005, 2008 og 2013

Tvö brotin eru sögð hafa átt sér stað í mars árið 2005 gegn sama manninum, sem er á fertugsaldri í dag.

Þriðja meinta brotið má rekja til ágústmánaðar 2008, gegn manni sem er nú á þrítugsaldri.

Fjórða brotið sem Spacey er ákærður fyrir snýr að atvikum í Gloucester í vesturhluta Englands í apríl 2013, gegn manni sem er í dag á þrítugsaldri. 

Ætlar að sanna sakleysi sitt

Spacey hefur unnið til tvennra Óskarsverðlauna á ferli sínum fyrir leik, en á árunum 2014 og 2015 var hann listrænn stjórnandi í leikhúsinu Old Vic í London. 

Hann hefur komið fram í fjölmiðlum og heitið því að sýna fram á sakleysi sitt, meðal annars í viðtalsþættinum Good Morning America. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan