Philip Baker Hall látinn

Philip Baker Hall er látinn.
Philip Baker Hall er látinn. AFP

Leikarinn Philip Baker Hall er látinn, 90 ára að aldri. Hall átti langan feril sem karakterleikari, en hann er einna þekktastur fyrir að hafa leikið bókasafnslögguna Bookman í Seinfeld-þáttunum á 10. áratugnum. 

Hall lést í gær. 12. júní, á heimili sínu í Kaliforníu, en hann hafði glímt við lungnaþembu undanfarin ár. 

Hall lék aðalhlutverkið í nokkrum kvikmyndum, en hann lék meðal annars Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í mynd Roberts Altman, Secret Honor. Þá átti Hall einnig eftirminnileg aukahlutverk í myndum á borð við Boogie Nights, Say Anything, Truman Show og Magnolia, en hann var oft fenginn til þess að leika ríkisstarfsmenn, lögregluþjóna eða lögfræðinga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan