9 líf sýning ársins

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins ásamt leikhópi sýningarinnar 9 líf sem …
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins ásamt leikhópi sýningarinnar 9 líf sem valin var sýning ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar hlaut flest verðlaun þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 20. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í fyrr í kvöld eða sex samtals. Sýningin var m.a. verðlaunuð fyrir leikrit ársins og leikstjórn.

9 líf eftir Ólaf Egil Egilsson í leikstjórn höfundar var valin sýning ársins auk þess sem Halldóra Geirharðsdóttir var verðlaunuð fyrir leik í aðalhlutverki og sem söngvari ársins. Alls skiptu átta sýningar með sér verðlaunum kvöldsins sem voru veitt í 19. flokkum. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands hlaut Ólafur Haukur Símonarson.

Í ávarpi sínu í upphafi kvölds sagði Orri Huginn Ágústsson, forseti Sviðslistasambands Íslands, uppfærslur vetrarins hafa spannað breitt svið og nefndi sem dæmi barnaleikhús, dansleikhús, söngleiki, ný verk og klassísk.

„Nú þegar við sjáum fyrir endann á heimsfaraldri, sem hefur verið sviðslistafólki landsins þungur, þá gleðjumst við. Það gaman að sjá sköpunarkraftinn fá farveg til að springa út á ný og stórfenglegt að finna áhorfendur byrja að fylla leikhús landins aftur. Leikhúsið hefur fylgt manninum í þúsundir ára og mun gera um ókomna tíð. Því sviðslistir eru einstakt listform, fjölbreyttar og síkvikar. Þær sýna okkur lífið frá óvæntu sjónarhorni, sýna okkur heiminn í nýju ljósi, og kannski mikilvægast af öllu þá minna þær okkur á að við erum ekki ein.“


Handhafar Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, árið 2022:

  • Sýning ársins: 9 líf
  • Leikrit ársins: Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson
  • Leikstjóri ársins: Stefán Jónsson – Sjö ævintýri um skömm
  • Leikari ársins í aðalhlutverki: Hilmir Snær Guðnason – Sjö ævintýri um skömm
  • Leikari ársins í aukahlutverki: Vilhjálmur B. Bragason – Skugga Sveinn
  • Leikkona ársins í aðalhlutverki: Halldóra Geirharðsdóttir – 9 líf
  • Leikkona ársins í aukahlutverki: Margrét Guðmundsdóttir – Ein komst undan
  • Leikmynd ársins: Börkur Jónsson – Sjö ævintýri um skömm
  • Búningar ársins: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir – Sjö ævintýri um skömm
  • Lýsing ársins: Halldór Örn Óskarsson – Sjö ævintýri um skömm
  • Tónlist ársins: Anna Þorvaldsdóttir – Aiôn
  • Hljóðmynd ársins: Salka Valsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson – Rómeó og Júlía
  • Söngvari ársins: Halldóra Geirharðsdóttir – 9 líf
  • Dansari ársins: Shota Inoue – Rómeó <3 Júlía
  • Danshöfundur ársins: Erna Ómarsdóttir – Aiôn
  • Dans- og sviðshreyfingar ársins: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Rebecca Hidalgo – Rómeó og Júlía
  • Barnasýning ársins: Emil í Kattholti
  • Sproti ársins: Umbúðalaust
  • Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2022: Ólafur Haukur Símonarson

Ítarlega umfjöllun um Grímuna má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins á morgun, miðvikudag. 

Stefán Jónsson var verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir Sjö ævintýri …
Stefán Jónsson var verðlaunaður sem leikstjóri ársins fyrir Sjö ævintýri um skömm. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins tók við verðlaunum fyrir Sprota ársins …
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins tók við verðlaunum fyrir Sprota ársins þar sem verkefnið Umbúðalaust var verðlaunað. Með henni á sviðinu voru leikhóparnir sem sýnt hafa í Umbúðalausu í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Halldóra Geirharðsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki og …
Halldóra Geirharðsdóttir var verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki og sem söngvari ársins fyrir frammitöðu sína í 9 líf. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Börkur Jónsson var verðlaunaður fyrir leikmynd ársins í Sjö ævintýri …
Börkur Jónsson var verðlaunaður fyrir leikmynd ársins í Sjö ævintýri um skömm. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lee Proud, Eva Signý Berger og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tóku …
Lee Proud, Eva Signý Berger og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tóku við verðlaunum fyrir barnasýningu ársins sem var Emil í Kattholti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Margrét Guðmundsdóttir var verðlaunauð sem leikkona ársins í aukahlutverki í …
Margrét Guðmundsdóttir var verðlaunauð sem leikkona ársins í aukahlutverki í Ein komst undan. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kristinn Gauti Einarson og Salka Valsdóttir voru verðlaunuð fyrir hljóðmynd …
Kristinn Gauti Einarson og Salka Valsdóttir voru verðlaunuð fyrir hljóðmynd ársins í Rómeó og Júlía. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hilmir Snær Guðnason var verðlaunaður sem leikari ársins í aðalhlutverki …
Hilmir Snær Guðnason var verðlaunaður sem leikari ársins í aðalhlutverki í Sjö ævintýri um skömm. Með honum á myndinni eru Helga Braga Jónsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Erna Ómarsdóttir var verðlaunuð sem danshöfundur ársins fyrir Aiôn.
Erna Ómarsdóttir var verðlaunuð sem danshöfundur ársins fyrir Aiôn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rebecca Hidalgo og Ernesto Camilo Aldazábal Valdés voru verðlaunuð fyrir …
Rebecca Hidalgo og Ernesto Camilo Aldazábal Valdés voru verðlaunuð fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins í Rómeó og Júlía. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir var verðlaunuð fyrir búningar ársins í Sjö …
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir var verðlaunuð fyrir búningar ársins í Sjö ævintýri um skömm. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka