Dóttir Charlie Sheen opnar OnlyFans-reikning

Sheen er ósáttur með dóttur sína
Sheen er ósáttur með dóttur sína Skjáskot Daily Mail

Leikarinn Charlie Sheen er allt annað en sáttur með dóttur sína þessa dagana. Dóttir hans, Sami, hefur opnað OnlyFans-reikning. Í gær tilkynnti dóttir hans að hún væri komin með aðgang á síðunni með því að birta mynd af sér á Instagram þar sem stóð „ýtið á tengilinn ef þið viljið sjá meira.“

Sheen segir í samtali við ENews að dóttir hans búi hjá mömmu sinni og að hann hefði aldrei leyft þetta ef að hún byggi í hans húsum. 

„En þar sem þetta er ekki mín ákvörðun verð ég að vona að hún geri þetta af klassa, sköpun og að hún fórni ekki mannorði sínu,“ segir Sheen.

Dóttir Sheen er 18 ára og má löglega taka þessa ákvörðun sjálf. Móðir Sami er leikkonan Denise Richards hún gaf einnig út tilkynningu varðandi málið. 

„Sami er 18 ára og þessi ákvörðun er ekki tekin út frá því hvar hún býr. Það eina sem foreldrar geta gert er að leiðbeina börnunum sínum og vona að þau taki góðar ákvarðanir,“ segir Richards. 

Móðir Sami er leikkonan Denise Richards
Móðir Sami er leikkonan Denise Richards
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar