Kominn með kærustu eftir sambandsslitin

Kathryne Padgett og Alex Rodriguez.
Kathryne Padgett og Alex Rodriguez. AFP

Fyrrverandi unnusti Jennifer Lopez, hafnaboltastjarnan Alex Rodriguez virðist vera kominn með kærustu. Nýja kærastan heitir Kathryne Padgett og er fyrirsæta. 

Rodriguez og Lopez hættu saman í apríl 2021 eftir fimm ára samband. Eftir sambandsslitin sagðist Rodriguez vona að hún kæmi aftur til sín. Nú virðist Rodriguez hins vegar vera tilbúinn að halda áfram, en þetta er fyrsta sambandið hans frá því leiðir hans og Lopez skildu. 

Parið sást fyrst saman í ársbyrjun, en þá sagði heimildarmaður Page Six að Rodriguez væri enn einhleypur. Á dögunum dvöldu Rodriguez og Padgett í Capri, Ítalíu þar sem þau virtust skemmta sér konunglega. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar