Streymisveitan Netflix leitar að þátttakendum til að taka þátt í raunveruleikaþætti byggðum á Squid Game þar sem keppt verður fyrir rúmlega 600 miljónir króna. Í tilkynningu streymisveitunnar segir að enskumælandi einstaklingar hvaðanæva úr heiminum sem eru eldri en 21 ára eiga kost á að taka þátt í raunveruleikaþættinum.
Raunveruleikaþátturinn mun bera heitið „Squid Game: The Challenge“ og mun líkt og áður hefur verið nefnt byggjast á hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð streymisveitunnar Squid Game. Umræddir þættir gerast í Suður-Kóreu þar sem einstaklingum gefst kostur á að taka þátt í röð leikja með þeim formerkjum að geta unnið um 600 milljónir króna.
Því má ætla að raunveruleikaþátturinn muni snúast að miklu leyti um sömu grundvallarhugmynd og lýst var hér að framan. Helsti munurinn er þó sá að í Squid Game er aflífað þá sem detta úr keppninni, en streymisveitan mun ekki ganga svo langt í umrætt sinn, sem betur fer.
Tilkynningin kemur í kjölfar þess að samþykkt hefur verið að hefja framleiðslu annarrar seríu Squid Game.